Skemmtigarður Universal opnar Super Nintendo World á dögunum. Flórída er vinsæll áfangastaður ferðamanna hvaðanæva að úr heiminum og því kjörið tækifæri að sjá Super Mario og félaga í nýopnuðum Nintendo hluta Universal garðs.
Forstjóri skemmtigarðsins, Mark Woodbury, sagði að plönin um Super Nintendo World væri eitt verst geymda leyndarmál heimsins enda margir sem sáu í hvaða þema stefndi löngu áður en tilkynningin barst.
Ný kvikmynd, framleidd af Universal, fjallar um sögu Super Mario kemur út í apríl og því fullkominn tími að opna nýja hluta garðsins núna. Í plönunum er einnig að opna sambærilegan garð í Singapore.
Í garðinum verða tæki í anda Super Mario, svo sem Mario Kart brautir, og matsölustaðir skreyttir Nintendo þema.