Ástbjört Viðja
Lesendur rafíþróttavefs mbl.is hafa nú svarað til um hvort þeir ætli að veifa töfrasprotunum í tölvuleiknum Hogwarts Legacy sem kom út nú á dögunum.
Samkvæmt spurningakönnun sem hefur verið virk á vefnum að undanförnu eiga fæstir eftir að gera upp hug sinn en tæplega helmingur svarenda sögðust ætla að sleppa því að spila hann.
Þeir sem sögðust ætla að spila leikinn voru 39,2% af svarendum á móti 49,9% svarenda sem sögðust ekki ætla að gera það, en 10,9% voru ekki búnir að ákveða sig.
Hér fyrir neðan má skoða skjáskot af niðurstöðum könnunarinnar og er ný könnun nú þegar komin í loftið.