Tíu ára samningur við Nintendo

Microsoft fer í samstarf við Nintendo.
Microsoft fer í samstarf við Nintendo. Mynd/AFP

Tæknirisinn Microsoft hefur gert 10 ára samning við Nintendo sem mun gera það að verkum að Nintendo bætir tölvuleiknum Call of Duty í sína leikjaflóru.

Microsoft er að vinna að samruna við tölvuleikjaframleiðandann Activision Blizzard og ef það gengur í gegn eignast Microsoft öll réttindi af Call of Duty leikjunum.

Brad Smith, einn af stjórnendum Microsoft, gaf út tilkynningu á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði að markmið hans sé að koma Call of Duty á allar leikjatölvur og með því stækka hóp notenda.

Þurfa samþykki

Microsoft reynir nú allt sem þeir geta til þess að sannfæra Evrópuþing um að leyfa samrunan en fyrirtækið þarf samþykki þeirra vegna samkeppnisreglna í álfunni.

Margir hafa reynt að stöðva samrunann og þá einna helst fyrirtækið Sony sem framleiðir Playstation leikjatölvurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert