Minnir á gömlu tímana

Xbox.
Xbox. Skjáskot/YouTube/Xbox

Tölvuleikjaframleiðandinn Xbox gefur reglulega út nýjar fjarstýringar og þá oft í skemmtilegum útfærslum. Til dæmis má nefna nýja fjarstýringu frá Xbox sem gefin var út fyrir skömmu en hún hefur þann eiginleika að vera mislit eftir því hvernig horft er á hana. 

Nýjasta fjarstýringin frá Xbox mun bera heitið Velocity Green og er nafnið merki um það sem koma skal en fjarstýringin er skærgræn á litinn. Liturinn minnir einna helst á gamla tíma Xbox en græni liturinn hefur verið stíll leikjatölvunnar í áraraðir.

Undir fjarstýringunni er einn hluti hennar hvítur og takkarnir að ofan eru svartir. Hönnunin er stílhrein og skemmtileg og eflaust margir sem væru til í að eignast eina fjarstýringu frábrugðna hinum hefðbundnu fjarstýringum.

Orðrómur segir fjarstýringuna koma á markað 28. febrúar en Xbox hefur ekki staðfest þær fregnir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert