Margir notendur tölvuleikjamarkaðsins Steam vita hvernig það er að þurfa niðurhala mörgum leikjum, jafnvel þegar ný tölva er keypt eða margir leikir keyptir á sama tíma.
Það fer eftir stærð leiksins hversu mikill tími fer í að niðurhala gögnum hans, allt frá nokkrum mínútum og upp í marga klukkutíma en þetta ráð, sem fáir vita af, getur minnkað tímann allverulega.
Reddit-notandinn „roryc102“ benti á að hægt er að hægri-smella og velja alla leiki sem spilari vill niðurhala.
Þetta hefur verið hægt í mörg ár hjá Steam en örfáir sem vita af þessu og því margir í athugasemdunum á Reddit sem þökkuðu höfundinum vel og innilega fyrir.
Í athugasemdunum mátti þó einnig sjá að hægt er að nota svipaða aðferð til þess að eyða leikjum úr tölvunni sinni og gera pláss fyrir aðra leiki.