Það þarf að fylgja reglum hvar sem maður er, hvort sem það er í netheimum eða ekki. Í Danmörku er hópur lögregluþjóna sem vinna við það að passa upp á sitt fólk í tölvuleikjum.
Sveitin er einskonar netdeild innan lögreglunnar en meginhlutverk hennar er að spila tölvuleiki á borð við Counter-Strike, Fortnite og Minecraft.
Þar reynir sveitin að koma auga á svindl og hatursorðræðu. Sveitin notar Discord og Twitch þar sem þau ná til tölvuleikjaspilara í Danmörku en sveitin er einnig vinsæl á samfélagsmiðlinum TikTok.
@onlinepatrulje Fastelavn er mit navn 🦸♂️ #politi #politietsonlinepatrulje #onlinepatrulje #danskpoliti #onlinekriminalitet #police #danmark #fastelavn #dressup #fastelavnsfest ♬ original sound - Politiets Online Patrulje
Sveitin hóf störf í apríl árið 2022 en þá var markmiðið að koma auga á slæma hegðun ungmenna í tölvuleikjum og koma í veg fyrir stigmögnun á ljótu orðbragði sem getur endað í hatursorðræðu.
Danmörk er þó ekki eina landið sem á starfandi tölvuleikjalögreglur en Holland byrjaði með slíka deild árið 2020 og starfa um 21 sveitir þvert á landið.