Sinna löggæslu í tölvuleikjum

Hér sjást lögregluþjónarnir með lyklaborð og í tölvuleikjastól.
Hér sjást lögregluþjónarnir með lyklaborð og í tölvuleikjastól. Mynd/Onlinepatrulje

Það þarf að fylgja regl­um hvar sem maður er, hvort sem það er í net­heim­um eða ekki. Í Dan­mörku er hóp­ur lög­regluþjóna sem vinna við það að passa upp á sitt fólk í tölvu­leikj­um.

Sveit­in er einskon­ar net­deild inn­an lög­regl­unn­ar en meg­in­hlut­verk henn­ar er að spila tölvu­leiki á borð við Coun­ter-Strike, Fortnite og Minecraft.

Passa börn­in

Þar reyn­ir sveit­in að koma auga á svindl og hat­ursorðræðu. Sveit­in not­ar Discord og Twitch þar sem þau ná til tölvu­leikja­spil­ara í Dan­mörku en sveit­in er einnig vin­sæl á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok.

Sveit­in hóf störf í apríl árið 2022 en þá var mark­miðið að koma auga á slæma hegðun ung­menna í tölvu­leikj­um og koma í veg fyr­ir stig­mögn­un á ljótu orðbragði sem get­ur endað í hat­ursorðræðu.

Dan­mörk er þó ekki eina landið sem á starf­andi tölvu­leikjalög­regl­ur en Hol­land byrjaði með slíka deild árið 2020 og starfa um 21 sveit­ir þvert á landið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert