Nýr tölvuleikur, byggður á sögu bókunum um Harry Potter og samnefndum kvikmyndum, hefur selst í milljónum eintaka síðan hann kom út og núna tveimur vikum seinna slær leikurinn met.
Leikurinn ber nafnið Hogwarts Legacy og er stærsti leikur Warner Brothers til þessa en á einum tímapunkti var hálf milljón spilara að spila á sama tíma.
Samkvæmt Warner Brothers, hefur fyrirtækið selt eintök af leiknum fyrir samtals meira en 850 milljónir dollara, 123 milljarðar íslenskra króna, á tveimur vikum.
Peningatölurnar eru þó ekki einu tölurnar sem eru áhugaverðar en yfir 267 milljón klukkutímar hafa verið spilaðir í leiknum, 393 milljónir töfraplanta gróðursettar og 1,25 milljarðar norna drepnar, svo eitthvað sé nefnt.
En eins og með aðra leiki dala sölurnar yfirleitt mjög snemma eftir að toppinum er náð. Um 66% færri eintök voru seld í annarri viku en þeirri fyrstu í Bretlandi.
Þótt þessar tölur séu háar eru þær ekki alslæmar og margir leikir sem missa sölurnar meira niður á fyrstu vikunum en Hogwarts Legacy.