Kláraði leikinn á mettíma

Call of Duty er einn vinsælasti skotleikur heims.
Call of Duty er einn vinsælasti skotleikur heims. Mynd/GENE BLEVINS

Kortið Shipment kom í nýrri uppfærslu á leiknum Call of Duty: Modern Warfare 2. Með því leikhamurinn (e. gamemode) „Gun Game“ þar sem spilarar reyna fella andstæðinga og með hverri fellu fá þeir nýtt vopn.

Takist leikmönnum að fella nógu marga endar hann á síðasta vopninu sem er hnífur og vinnur leikinn takist honum að notfæra sér hann.

Lítið svæði

Kortið Shipment er í minni kantinum, en margir spilarar segja það of lítið til þess að vera keppnishæft. Einn leikmaður setti inn myndskeið á Reddit-síðu Modern Warfare þar sem hann sýndi frá því hvernig leikurinn þróaðist eftir að hann fann stað í horni kortsins þar sem hafði góða yfirsýn yfir alla leikmennina og flestir hlupu framhjá honum.

Spilarinn nær því 16 fellum á fáeinum 35 sekúndum sem er met í leikhamnum Gun Game.

Hægt er að spila Gun Game núna en listi leikhama uppfærist á hverju miðvikudegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert