Kláraði leikinn á mettíma

Call of Duty er einn vinsælasti skotleikur heims.
Call of Duty er einn vinsælasti skotleikur heims. Mynd/GENE BLEVINS

Kortið Ship­ment kom í nýrri upp­færslu á leikn­um Call of Duty: Modern Warfare 2. Með því leik­ham­ur­inn (e. gamemode) „Gun Game“ þar sem spil­ar­ar reyna fella and­stæðinga og með hverri fellu fá þeir nýtt vopn.

Tak­ist leik­mönn­um að fella nógu marga end­ar hann á síðasta vopn­inu sem er hníf­ur og vinn­ur leik­inn tak­ist hon­um að not­færa sér hann.

Lítið svæði

Kortið Ship­ment er í minni kant­in­um, en marg­ir spil­ar­ar segja það of lítið til þess að vera keppn­is­hæft. Einn leikmaður setti inn mynd­skeið á Reddit-síðu Modern Warfare þar sem hann sýndi frá því hvernig leik­ur­inn þróaðist eft­ir að hann fann stað í horni korts­ins þar sem hafði góða yf­ir­sýn yfir alla leik­menn­ina og flest­ir hlupu fram­hjá hon­um.

Spil­ar­inn nær því 16 fell­um á fá­ein­um 35 sek­únd­um sem er met í leik­hamn­um Gun Game.

Hægt er að spila Gun Game núna en listi leik­hama upp­fær­ist á hverju miðviku­degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert