Hægt að tengja fjarstýringuna við símann

Hægt er að tengja Playstation fjarstýringu við suma snjallsíma.
Hægt er að tengja Playstation fjarstýringu við suma snjallsíma. Skjáskot/AH

Flestir eiga síma, og þá snjallsíma, en í þeim flestum er hægt að spila tölvuleiki. Getur þó verið erfitt að spila suma leiki með puttunum einum, en þá er hægt að bregða á það ráð að tengja Playstation 4 fjarstýringuna við símann.

Hvernig virkar það?

Að tengja fjarstýringuna er svipað og þegar hún er tengd við tölvu en notandi þarf að opna Bluetooth stillingar símans og kveikja á því. Þegar búið er að kveikja á Bluetooth þarf að ýta á deilitakka fjarstýringarinnar (e. share) og Playstation takkann á sama tíma. Þegar það er gert er fjarstýringin tilbúin að tengjast nýju tæki og ætti hún þá að koma á lista tækja á símanum.

Call of Duty Mobile er aðgengilegur í snjallsímum.
Call of Duty Mobile er aðgengilegur í snjallsímum. Skjáskot

Ekki er hægt að nota fjarstýringuna til þess að vafra um í símanum heldur einungis í tölvuleikjum sem styðja fjarstýringamöguleika.

Dæmi um leiki sem hægt er að spila í síma með fjarstýringu er Call of Duty og Apex Legends en yfir 900 leikir eru í boði í netverslun Apple, gjaldfrjálsir og ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert