Frá og með deginum í dag eru Íslendingar í hópi þeirra sem hafa aðgang að mánaðarlegu leikjaaðildinni PC Game Pass Preview frá Xbox. Prufuáskrift þessi veitir leikmönnum aðgang að gríðarlega stóru leikjasafni og hefur það notið gífurlegra vinsælda um heim allan.
Áskrifendur fá aðgang m.a. aðgang að stórleikjum frá Bethesda ásamt spilaraaðild hjá EA, auknum fríðindum innan leikja Riot Games og fleira.
Passinn veitir einnig aðgang að nýjum Xbox Games Studios-leikjum strax við útgáfu og verða leikir eins og Minecraft Legends, Redfall og fleiri fljótlega aðgengilegir.
Ásamt Íslendingum geta um 40 önnur lönd skráð sig í áskrift að leikjaaðildinni í fyrsta sinn og verður PC Game Pass formlega aðgengilegt í þeim á næstu mánuðum, en þá verða alls 86 lönd sem hafa aðgang að áskriftinni. Fram að því geta leikmenn skráð sig í Insider Program og prófað ásamt því að nýta sér sérstakt tilboðsverð fyrsta mánuðinn.
„Xbox leggur mikið upp úr því að deila gleðinni með sem allra flestum. Með því að bæta við fjörutíu löndum verður PC Game Pass aðgengileg meðlimum í áttatíu og sex löndum sem geta spilað og notið hundraða leikja með vinum og fjölskyldu,“ segir í tilkynningu en lista yfir þau lönd er hægt að nálgast hér.