Tölvuleikjaframleiðandinn Blizzard átti fatalínu á tískuvikunni í Mílanó. Fatamerkið Han kjøbenhavn fór fyrir hönnun á línunni og átti hún að vera í anda tölvuleiksins Diablo og var yfirskriftin „helvíti nema fallegur staður“.
Jannik Wikkelso Davidsen er aðalhönnuður línunnar og sagði hann samstarfið ganga eins og í sögu, leikurinn og línan helst vel í hendur og er hann mjög sáttur við útkomuna.
Fötin eru úr mörgum tegundum efna, vegan leðri, gervifeldi og perlum og á línan að minna á sögu leiksins. Hönnuðurinn reynir að fanga stíl leiksins og búa til fatalínu sem á að vera auðþekkjanleg og spilarar viti nákvæmlega hvað er verið að sýna.
Nýr leikur í Diablo leikjaseríunni kemur út 6. júní og ber heitið Diablo 4.