Bannaður frá streymisveitunni að eilífu

Vinsæli streymirinn Adin Ross.
Vinsæli streymirinn Adin Ross. Skjáskot/youtube.com/AdinLive

Streymisveitan Twitch gaf nýverið út að streymarinn Adin Ross myndi aldrei streyma aftur á síðunni þeirra. Adin Ross hefur í ófá skipti fengið viðvaranir en 25. febrúar var hann bannaður í 8. skiptið og í þetta sinn fær hann ekki annað tækifæri.

Hann hefur kvartað undan ákvörðun þessari á Twitter-síðu sinni þar sem hann gagnrýnir streymisveituna og óskar eftir gegnsæi í ákvörðunum sem þessum og reglunum sé alltaf fylgt en ekki bara í ákveðnum tilfellum.

Ný streymisveita

Í kjölfarið tilkynnti streymisveitan „Kick“ að Adin Ross myndi framvegis streyma á þeirra síðu sem þykir fengur fyrir veituna enda fylgdust tugir þúsunda með streymum Adin Ross á Twitch. 

Twitch svaraði gagnrýninni og segir ástæðu bannsins vera hatursorðræða.

Adin Ross var með yfir sjö milljónir fylgjenda á Twitch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert