Vondur matur í Katowice eftirminnilegur

Ólafur Hrafn Steinarsson fyrrum formaður Rafíþróttasamtaka Íslands,RÍSÍ, og stofnandi Esports …
Ólafur Hrafn Steinarsson fyrrum formaður Rafíþróttasamtaka Íslands,RÍSÍ, og stofnandi Esports Coaching Academy, ECA. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vondur matur í Katowice í Póllandi vakti sérstaka athygli Ólafs Hrafns, stofnanda ECA og fyrrum formaður RÍSÍ, í síðasta mánuði þegar hann var á stórmótinu í Counter-Strike: Global Offensive.

Í síðasta mánuði sagði Ólafur blaðamanni frá ferðalaginu sem var að mati hans „algjörlega frábært í alla staði“. Kjúklingaréttur nokkur sem bragðað var á í ferðinni vakti sérstaka athygli og er honum sérstaklega eftirminnilegur.

Einn réttur verri

Ólafur mun seint gleyma kjúklingaréttinum Chicken Brian, sem hann fékk á veitingastaðnum Jeff's. Er það vegna þess hve einstaklega bragðvondur rétturinn var að mati Ólafs og toppar aðeins einn réttur Chicken Brian. 

Kjúklingahlaup með gulrótum, grænum baunum og kóríander.
Kjúklingahlaup með gulrótum, grænum baunum og kóríander. Ljósmynd/Aðsend

Ýmislegt má finna á morgunverðarhlaðborðum hótela en það var einmitt þar sem allra versti rétturinn sem Ólafur bragðaði á í ferðinni var að finna. Umræddur réttur var einskonar kjúklingahlaup með gulrótum og grænum baunum.

„Titilinn tekur kjúklinga, gulróta og grænbauna-hlauprétturinn sem var í boði í morgunmatnum á hótelinu,“ segir Ólafur í samtali við mbl.is.

„Þetta var bara í morgunmatnum við hliðina á heilum disk sem var ekkert nema sneiddir tómatar og saxaður laukur.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert