Berjast á fleiri stöðum

Hægt verður að eignast bardagakappann Adonis Creed í Fortnite.
Hægt verður að eignast bardagakappann Adonis Creed í Fortnite. Skjáskot/Fortnite

Bardagakappinn Adonis Creed, sem er aðalpersónan í bíómyndinni Creed, verður aðgengilegur spilurum leiksins Fortnite.

Creed 3 kemur út í 3. mars og í tilefni af því verður hægt að kaupa efni tengt myndinni í Fortnite sem og taka þátt í þrautum og keppnum í anda myndarinnar.

Keppnin er nú þegar hafin en spilarar geta tekið þátt í Creed Bikarnum og er mögulegt að eignast persónuna Adonis Creed í bikarkeppninni.

Þrautirnar og efnið mun fara í loftið 2. mars og því er ekki eftir neinu að bíða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert