Hætt í framleiðslu en fær uppfærslu

Þegar tölvan var kynnt til leiks.
Þegar tölvan var kynnt til leiks. Mynd/Reuters

Sony hefur gefið út nýja uppfærslu fyrir tölvu sína Playstation 3. Nokkuð langt er síðan tölvan var í framleiðslu en síðan hún kom út hafa verið gefnar út tvær nýjar gerðir af tölvunni, Playstation 4 og 5.

Nýja uppfærslan bætir frammistöðu búnaðarins sem er í tölvunni og þarf geymsluplássið að vera að minnsta kosti 200 megabæt ætli notandi að uppfæra tölvuna. 

Mynd/THOMAS PETER

Sony hætti framleiðslu vélarinnar fyrir nokkru síðan en ákveðið var árið 2021 að loka netverslunar tölvunnar og því loka á möguleikann að kaupa nýja leiki á tölvuna, en svo var hætt við þá ákvörðun.

Ekki er hægt að nota greiðslukort til þess að kaupa leiki í netverslun í gegnum tölvuna sjálfa heldur þarf spilari að kaupa þá í gegnum borðtölvu eða snjallsíma sem gerir mörgum erfitt fyrir.

Skjáskot/Sony

Það er því athyglisvert að Sony skuli enn þá vera að reyna að bæta tölvuna þegar engir leikir eru framleiddir lengur fyrir hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert