Þrenna í Stjörnustríðinu

Star Wars aðdáendur mega búast við fleiri tölvuleikjum á næstunni.
Star Wars aðdáendur mega búast við fleiri tölvuleikjum á næstunni. AFP

Nýr leikur úr Star Wars: Jedi leikjasyrpunni er á leiðinni. Fyrsti leikurinn í syrpunni var Star Wars Jedi: Fallen Order og sló leikurinn í gegn. Eftir að leikurinn kom út var ákveðið að undirbúningur fyrir næstu leiki myndi hefjast strax.

Frábærar viðtökur

Yfir 10 milljónir eintaka seldust af leiknum á fyrsta mánuðinum á markaði. Næsti leikur kemur út í apríl og ber heitið Star Wars Jedi: Survivor.

Hönnuður leiksins, Ryan McCaffrey, kom fram í viðtali á dögunum þar sem hann talaði um framtíð leikjasyrpunnar.

Skjáskot/Steam

Hann sagði líklegt að leikirnir yrðu þrír talsins ef næsti leikur fengi jafn góðar viðtökur og sá fyrsti. Það hafi alltaf verið draumurinn að gefa út þrjá Star Wars: Jedi leiki. 

Star Wars Jedi: Survivor kemur út 28. apríl á borðtölvur, Playstation 5 og Xbox leikjatölvurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert