Counter-Strike 2 á leiðinni?

Ekki er víst hvenær nýi leikurinn kemur út.
Ekki er víst hvenær nýi leikurinn kemur út. Mynd/Steam

Gögn liggja fyrir um að Counter-Strike: Global Offensive muni hætta innan tíðar og við taki nýr leikur.

Um helgina kom í ljós að Nvidia, sem framleiðir skjákort og íhluti, keyrði af stað uppfærslu sem innihélt gögn til að styðja nýjan Counter-Strike leik sem mun líklegast heita Counter-Strike 2.

Vinsæll í gegnum árin

Um 10 ár eru síðan Counter-Strike: Global Offensive leit dagsins ljós og hefur ekki fengið margar uppfærslur á gæðum þar sem tókst vel til þegar leikurinn var gefinn út. Leikurinn er sívinsæll og sló meðal annars met á dögunum um fjölda spilara.

Reddit-notandinn „DAOWAce“ kom auga á að í nýju uppfærslunni frá Nvidia væru gögn um nýjan leik. Leikurinn verður byggður á nýum grunni sem ber nafnið „Source 2“ og verði gæðin mikið meiri og flottari leikur.

Talið er að nýi leikurinn muni byrja í prófunum núna í lok mars, samkvæmt spekingnum Richard Lewis. 

Verður ekki fært yfir strax

ESL, einn fremsti mótahaldari í Counter-Strike, tjáði sig um málið og segir ekki í plönunum að skipta yfir í nýjan leik um leið og hann komi út, leikmenn og atvinnumenn þurfa fá tíma til þess að aðlagast breytingum og læra á leikinn.

Mótin verði því áfram í Counter-Strike: Global Offensive þar til tækifæri gefst að breyta yfir. Ekki er komið í ljós hverjar breytingarnar verða milli leikja en margir eru forvitnir hvort vopnasöfnin muni færast milli leikja en margir eiga dýr söfn af mismunandi útgáfum vopna (e. skins).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert