Stjórnaðu þinni eigin stórborg

Leikurinn kemur út seinna á árinu.
Leikurinn kemur út seinna á árinu. Skjáskot/CitiesSkylines

Á dögunum kom tilkynning um að stórborgarhermirinn Cities Skyline fengi nýja útgáfu sem mun bera nafnið Cities: Skylines 2. Framleiðendur leiksins hafa lofað besta borgarbyggingarleik sögunnar og mun leikurinn koma út árið 2023.

Með tilkynningunni kom myndbrot þar sem sýnt var frá leiknum en ekki er hægt að gera greinamun á því hverju var breytt frá fyrstu útgáfu leiksins út frá myndbrotinu einu.

Gamall en góður leikur

Cities: Skylines kom út árið 2015 en útgáfan hefur elst vel þökk sé forriturum sem hafa gefið út ósamþykktar uppfærslur sem gerir spilara kleift að breyta og betrumbæta sinn eigin leik. Búist er við því að margar af þessum uppfærslum muni fylgja með í nýja leiknum.

Nýi leikurinn verður umtalsvert stærri en ein helsta breytingin sem búið er að uppljóstra er stærð borgarreitsins sem spilari hefur umráð yfir. Fer talan úr 9 flötum til þess að byggja á upp í 150.

Einnig hafa glöggir aðdáendur tekið eftir því að afrekslistanum var lekið á vefsíðu Xbox og var þar hægt að sjá hvaða afrek er verðlaunað fyrir. Eitt af afrekunum er að standa af sér rottufaraldur og stormasamt veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert