Í þessari viku heldur Nintendo hátíðlegan „Mario dag“ sem sýnt verður frá á Youtube-rás LEGO. Þónokkrir hafa velt því fyrir sér hvað gæti verið í vændum en mögulega er á leiðinni ný lína frá LEGO í samstarfi við Nintendo.
LEGO hefur oft áður farið í samstarf við tölvuleikjaframleiðendur en margir kannast eflaust við leikina LEGO Star Wars.
Næstkomandi föstudag verður Mario dagurinn haldinn og verður LEGO með tilkynningu á streyminu en aðdáendur velta fyrir sér hver hún gæti verið.
LEGO deildi þó myndum af Pokémon fígúrum sem á að gefa til kynna hvað gæti verið í vændum.
Final preparations are underway for our LEGO Super Mario™ YouTube Premiere... Tune in on March 10 for big updates... and even bigger reveals...!#MAR10Day pic.twitter.com/jVOZaArUjo
— LEGO (@LEGO_Group) March 6, 2023
Mario dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur um allan heim 10. mars og oft tilboð á leikjum eða spennandi tilkynningar birtar þennan dag.