Pýramídaleikurinn hennar Erlu kominn á Steam

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:04
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:04
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Erla Óskars­dótt­ir og fé­lag­ar hlóðu tölvu­leikn­um The Pyramid of Bo­nes inn á leikja­veit­una Steam, en leik­ur­inn var skapaður fyr­ir um ári síðan og gef­inn út á Valentínus­ar­dag­inn, 14. fe­brú­ar síðastliðinn.

Leik­ur­inn The Pyramid of Bo­nes er gjald­frjáls og hent­ar vel til þess að spila í sam­vinnu með öðrum, en nú þegar er leik­ur­inn bú­inn að fá góða dóma.

Lifað af inn­an veggja pýra­míd­ans

„The Pyramid of Bo­nes ger­ist í pýra­mída, þitt helsta mark­mið í leikn­um er að lifa eins lengi á móti múmí­um sem reyna að taka þig niður. Það eru nokkr­ar teg­und­ir af múmí­um sem verða erfiðari og erfiðari, hver með sér­staka eig­in­leika og veik­leika,“ seg­ir Erla í sam­tali við mbl.is um leik­inn.

„Þú safn­ar stig­um með því að halda þér á lífi og finna forn­muni. Þú get­ur alltaf yf­ir­gefið pýrmíd­ann og með því færð þú að halda þínum stig­um. Ef þú drepst að þá miss­ir þú stig­in og tap­ar. Þú hef­ur einnig þann val­kost að spila með vin­um. Þið hafið þá tæki­færi að vinna sam­an og lífga hvorn ann­an við ef þess þarf. Ef all­ir drep­ast að þá er leik­ur­inn bú­inn,“ seg­ir Erla.

Skóla­verk­efnið fór á Steam

Fyr­ir um ári síðan þegar fjallað var um tölvu­leik­inn Wake World, sem Erla og Hrafn­kell Þorri eru að vinna í, var ein­mitt minnst á þenn­an leik. Hann var þá aðgengi­leg­ur til spil­un­ar í gegn­um þenn­an hlekk

Leik­ur­inn var upp­haf­lega skapaður sem skóla­verk­efni sem Erla og Hrafn­kell gerðu ásamt tveim­ur öðrum og voru þau ekki nema tvær til þrjár vik­ur að klára hann.

Erla Óskarsdóttir og Hrafnkell Þorri.
Erla Óskars­dótt­ir og Hrafn­kell Þorri. mbl/​Eggert Jó­hann­es­son

Hitað upp fyr­ir Wak­ing World

Erla og Hrafn­kell eru nú far­in að gefa út leiki und­ir nafn­inu Pretty Potato Games og heit­ir Steam-aðgang­ur þeirra eft­ir því.

Þau hlóðu pýra­mída­leikn­um upp í þeim til­gangi að hita upp Wake World þar sem hann verður mikið stærri, en þannig er lík­legra að fleiri sjái Wake World þegar hann kem­ur út.

Wake World verður mikið stærri leik­ur og ger­ist í opn­um heimi en stefnt er að því að taka þátt í Steam Next Fest í sum­ar og bjóða þá upp á að spila prufu­út­gáfu af hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert