Ástbjört Viðja
Fleiri lesendur rafíþróttavefsins spila einsamlir ef marka má niðurstöður síðustu skoðanakönnunar sem hefur verið virk að undanförnu.
Nokkuð jafnt var á milli þeirra sem sögðust spila með vinum sínum að jafnaði og þeirra sem sögðust yfirleitt spila einsamlir. Þá voru 43,7% lesenda sem sögðust yfirleitt spila með öðrum og þá vinum sínum en 48,4% sem spila yfirleit einir.
Nokkrir spila að mestu með ókunnugum netverjum en það voru 7,9% lesenda sem sögðu svo.
Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af niðurstöðunum og er ný könnun nú þegar komin í loftið.