Framleiðandi skotleikjanna Call of Duty, Activision, gaf út tilkynningu þess efnis að þeir sem vilja prófa Modern Warfare 2 geti náð í leikinn gjaldfrjálst 16. mars. Miðvikudaginn 15. mars kemur út ný uppfærsla á leiknum og verður nýtt kort aðgengilegt öllum.
Hægt verður að spila leikinn frítt frá 15. til 20. mars næstkomandi.
ICYMI 👀: A new #MWII MP map will be launching with Season 02 Reloaded.
— Call of Duty (@CallofDuty) February 15, 2023
The @InfinityWard MP team has decided to move the map up, as it’s already play testing well and tracking ahead of schedule. Stay tuned for more details on this core 6v6 map as we get closer. pic.twitter.com/wFsSQjiZ2c
Þetta er í annað sinn í sögunni sem leikjaframleiðandinn leyfir spilurum að prófa netspilunarhluta leiksins frítt en í fyrra skiptið var það gert í desember árið 2021.
Talið er að þetta sé tilraun til þess að fjölga spilurum og auka vinsældir leiksins en framleiðandi leiksins lét hafa eftir sér að ekki nógu margir hafi þó keypt sér leikinn eftir síðasta frípassa.
Leikurinn hefur fengið gríðarlega góða dóma síðan hann kom út síðla árs 2022 og hefur slegið mörg sölumet.