Microsoft semur og semur

Microsoft reynir að eignast tölvuleikjaframleiðandann Activision Blizzard.
Microsoft reynir að eignast tölvuleikjaframleiðandann Activision Blizzard. AFP

Það er að hitna all­veru­lega í kol­un­um í bar­áttu Microsoft gegn Sony. Stjórn­end­ur Microsoft reyna nú að semja við sem flesta leikja­tölvu­fram­leiðend­ur og streym­isveit­ur í þeirri von að sigla inn sigri og fá leyfi til þess að kaupa tölvu­leikja­fram­leiðand­ann Acti­visi­on Blizz­ard.

Hver á Call of Duty?

Ein stærsta hindr­un­in í þessu máli er eign­ar­rétt­ur­inn á tölvu­leikjaserí­unni Call of Duty en Sony, fram­leiðandi Playstati­on leikja­tölv­anna, seg­ir hætta á því að Microsoft muni gera leik­ina ein­göngu aðgengi­lega fyr­ir eig­end­ur Xbox leikja­tölv­anna og því er þetta mikið tap fyr­ir eig­end­ur Playstati­on og annarra leikja­tölva.

Stjórn­end­ur Microsoft segja það hins veg­ar ekki vera rétt og mark­mið þeirra sé að reyna að stækka Acti­visi­on Blizz­ard og það ger­ist ekki með því að tak­marka aðgengi að leikn­um.

Marg­ir stór­ir samn­ing­ar

Til þess að reyna full­vissa alla aðila um að leik­ur­inn verði handa öll­um hef­ur Microsoft brugðið á það ráð að semja við sem flesta. Hér er hægt að sjá nýj­ustu samn­inga Microsoft við fjölda tæknifyr­ir­tækja.

Nin­t­endo

Microsoft ætl­ar að opna fyr­ir Call of Duty á Nin­t­endo leikja­tölvurn­ar og gerði ný­lega 10 ára samn­ing við fyr­ir­tækið. Síðasti Call of Duty leik­ur sem kom á Nin­t­endo-tölvurn­ar var Call of Duty: Ghosts árið 2013 og er því löngu tíma­bært að láta reyna á þetta aft­ur.

Ljósmynd af Nintendo Switch tölvu.
Ljós­mynd af Nin­t­endo Switch tölvu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Brandon Rom­anchuk

Nvidia

Nvidia er einn fremsti fram­leiðandi íhluta í borðtölv­ur og held­ur einnig úti búnaði sem heit­ir Nvidia GeForce sem ger­ir spil­ur­um kleift að streyma Xbox leikj­um yfir í borðtölv­ur, Apple tölv­ur og snjallsíma svo eitt­hvað sé nefnt. 

Grafík/​Nvidia

Ubit­us

Ubit­us er þjón­usta sem svip­ar til Nvidia GeForce en fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í leikj­a­streymi á netþjón­um (e. cloud stream­ing). 

Skjá­skot/​Ubit­us

Boosteroid

Einn merki­leg­asti samn­ing­ur­inn var við úkraínsku streym­isveit­una Boosteroid. Boosteroid er til­tölu­lega ný streym­isveita og mun samn­ing­ur­inn við Microsoft veita henni nýtt líf. Boosteroid ger­ir spil­ur­um kleift að spila leiki í gegn­um vafra. 

Skjá­skot/​Boosteroid
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert