Rekur upphafið til ömmu sinnar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 11:31
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 11:31
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son hef­ur verið einn helsti talsmaður rafíþrótta á Íslandi en þess má geta að hann er fyrr­ver­andi formaður RÍSÍ og stofnaði þar að auki Esports Coaching Aca­demy fyr­ir um ári síðan.

Í nýj­asta Settöpp-þætt­in­um fer Ólaf­ur um býsna víðan völl og skýr­ir frá því hvað ECA er í raun og veru og deil­ir per­sónu­legri reynslu sinni af tölvu­leikj­um og hvernig fer­ill hans hófst.

mbl.is/​Kristó­fer Lilj­ar

Byggja upp flotta ein­stak­linga

ECA á vera eins kon­ar þjálf­un­ar­tól fyr­ir þjálf­ara þar sem þeir hljóta ákveðna mennt­un til þess að vera bet­ur í stakk bún­ir að þjálfa aðra í rafíþrótt­um. 

„Í tölvu­leikj­um, þá hef­ur kannski eng­inn tekið þessa vinnu og gert hana al­menni­lega,“ seg­ir Ólaf­ur og vís­ar þá í hvernig mis­mun­andi æf­ing­ar gagn­ast mis­mun­andi íþrótt­um. Hjá ECA er verið að þróa þjálf­un­araðferðir í rafíþrótt­um svo þær skili góðum ár­angri.

„Þetta á að snú­ast um að ná mik­illi þátt­töku, skila já­kvæðum boðskap, búa til góðar venj­ur, rútín­ur og byggja upp flotta ein­stak­linga.“

Ólafur Hrafn Steinarsson, fyrrverandi formaður RÍSÍ og stofnandi Esports Coaching …
Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son, fyrr­ver­andi formaður RÍSÍ og stofn­andi Esports Coaching Aca­demy, ECA. mbl.is/​Kristó­fer Lilj­ar

Amma lét afa kaupa tölvu­leiki

Áhugi Ólafs og metnaður fyr­ir rafíþrótt­um á sér djúp­ar ræt­ur, en hann kynnt­ist tölvu­leikj­um upp­runa­lega í gegn­um ömmu sína þegar hann var á barns­aldri.

Síðan þá hafa tölvu­leik­ir margoft spilað stórt hlut­verk í lífi hans, eins og þegar frá­fall föður hans bar að, eða þegar hann átti við fé­lags­leg­an vanda að stríða.

„Ég kynn­ist tölvu­leikj­um þegar amma mín er að kenna mér á Doktor Mario og Super Mario Bros,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að hún hafi alltaf látið afa kaupa tölv­ur og tölvu­leiki þegar hann var úti á sjó.

Í spil­ar­an­um hér efst í frétt­inni er hægt að horfa á þátt­inn í heild sinni og heyra þar fjöl­margt annað áhuga­vert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka