Ef tölvuleikjaspilun á að vera sem ánægjulegust er gott að eiga góða aukahluti. Allt frá heyrnatólum til þumlagripa þá eru hér nokkrir hlutir sem gott er að eiga og geta tekið leikjaspilunina á næsta stig.
Hægt er að finna þessa aukahluti í mörgum tölvuverslunum sem og í netverslunum.
Heyrnatólalínan frá SteelSeries, Arctis Nova, er frábær fyrir tölvuleikjaspilun og þau bestu í línunni eru Arctis Nova Pro sem eru þráðlaus heyrnatól með góðum hljóðgæðum og svo skýr að hægt að heyra andstæðingana labba um og greina hvar þeir eru.
Hægt er að stilla heyrnatólin þannig að engin hljóð úr raunheimum trufla spilunina.
Tölvulistinn - heyrnatól: 57.995 krónur
Þeir sem eiga Playstation vita hversu leiðinlegt það er þegar þarf að hlaða fjarstýringarnar í miðri spilun. Hægt er að koma í veg fyrir það með því að eiga hleðslustöð og nota tímann þegar ekki er spilað til þess að hlaða.
Hægt er að fá hleðslustöð fyrir tvær fjarstýringar í Tölvutek.
Tölvutek - hleðslustöð: 6.990 krónur
Bílaleikir eru alltaf í tísku og gaman að geta gripið í stýri og keppt í leikjum á borð við F1 22 eða Gran Turismo. Logitech G923 stýrið er vel hannað og gott stýri sem veitir raunverulega upplifun af bílaleikjunum.
Þrír pedalar eru fyrir inngjöf, bremsu og kúplingu. Stýrið er leðurklætt og hugbúnaðurinn notar ýmis brögð til þess að gera upplifunina raunverulega, eins og að nota hljóð úr leiknum til þess að meta hvað er í gangi.
Coolshop - stýri: 47.995 krónur
Við notkun á fjarstýringunum minnkar gripið á stýripinnunum og því er gott að kaupa þumalgrip sem hægt er að setja á stýripinnana og auka gripið. Þetta hentar vel fyrir þá sem spila skotleiki eða leiki sem krefst mikillar notkunar á stýripinnum.
Tölvulistinn - þumalgrip: 1.495 krónur
Það er gott að eiga góða tösku ef einstaklingur ferðast mikið með tölvuna sína, sérstakar töskur eru til sem henta Playstation 5 leikjatölvunum fullkomlega.
Sérhannað hólf fyrir tölvuna sjálfa og svo hólf fyrir fjarstýringarnar svo það fari vel um tölvuna. Hún er rúmgóð og pláss fyrir alla aukahluti og snúrur sem þarf.