Roblox uppfærir auglýsingastefnu sína

Roblox er gífurlega vinsæll leikur meðal barna.
Roblox er gífurlega vinsæll leikur meðal barna. Grafík/Roblox

Framleiðendur tölvuleiksins Roblox staðfestu á dögunum breytingar á auglýsingastefnu sinni sem er ætlað að passa betur upp á yngri spilara leiksins. Roblox kom út fyrir um 17 árum síðan og hefur síðan þá breyst og stækkað mjög mikið.

Margir ungir spilarar spila Roblox og því þarf framleiðandinn að passa upp á efnið sem birtist spilurum í leiknum. Roblox sótti um einkaleyfi á tækni sem aldursgreinir auglýsingar og birtist bara ef spilarar eru nógu gamlir.

Allar auglýsingar voru teknar út hjá spilurum undir 13 ára aldri sem og auglýsingar um rafmyntir, stefnumótasíður og útfararþjónustur. 

Hluti af Guccibænum í Roblox.
Hluti af Guccibænum í Roblox. Grafík/Roblox/Gucci

Fjárhagslegt tjón

Roblox tapaði um 900 milljónum dollara á síðasta ári eða um 123 milljörðum króna. Gæti það því orðið dýrt fyrir leikjaframleiðandann að banna auglýsingar fyrir svona stóran hluta spilara en þetta er nauðsynleg breyting enda sat leikurinn undir gagnrýni á síðasta ári eftir að ungir spilarar sáu óviðeigandi efni í leiknum.

Þrátt fyrir mikið fjárhagslegt tap á síðasta ári heldur leikurinn áfram að stækka og fleiri byrja að spila hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert