Á næstu dögum kemur ný uppfærsla fyrir leikjatölvur Playstation sem mun gera spilurum kleift að flokka leiki eftir þeim möguleikum sem eru í boði í hverjum leik fyrir sig.
Sony, framleiðandi Playstation, hefur undanfarin ár unnið að því að gera leikjatölvur sínar aðgengilegar fyrir alla með því að framleiða leiki sem henta öllum og útbúa sérstakar fjarstýringar sem hægt er að stilla eftir þörfum.
Þessi nýja uppfærsla opnar á þann möguleika að sjá einungis þá leiki sem henta hverjum og einum með því að flokka þá eftir þörfum.
Þessir flokkar eru meðal annars, stærri texti, breytt hljóð, að hægt sé að spila án þess að halda tökkunum niðri, að hægt sé að spila án þess að þurfa ýta oft og hratt á sömu takka og fleira.
Hægt er að sjá nýju möguleikana í myndskeiði frá Playstation hér að ofan.