Tónlistamaðurinn Snoop Dogg er ekki lengur í stjórn rafíþróttaliðsins FaZe Clan.
Það kemur mörgum á óvart að Snoop Dogg sé tengdur rafíþróttasenunni en hann gekk til liðs við FaZe Clan eftir að hafa gert garðinn frægan á streymisveitunni Twitch, þar sem hann spilaði tölvuleiki fyrir framan þúsundir áhorfenda.
FaZe Clan hefur ekki gefið upp hvers vegna Snoop Dogg sé hættur hjá liðinu en margir velta fyrir sér hvort ákvörðun hafi verið tekin í ljósi fjárhagsvandræða félagsins.
Mörg rafíþróttalið hafa undanfarið leitað fjármagns eftir erfið ár og þurfa aðstoð við að fjármagna næstu starfsár. Í ágúst 2022 kostaði hlutur í félaginu um 2700 krónur en nú er hluturinn á 68 krónur.
Snoop Dogg þarf þó ekki að örvænta en tækifæri hans í tölvuleikjasenunni eru mörg en hann var talsmaður Call of Duty: Vanguard og Warzone um tíð og kom einnig fram í Call of Duty: Mobile leiknum um síðustu jól.