Fjarstýringin sem breytir um hitastig

Playstation fjarstýringin er til í hinum ýmsu litum.
Playstation fjarstýringin er til í hinum ýmsu litum. Skjáskot/YouTube/PlayStation

Sony, framleiðandi Playstation, sótti um einkaleyfi á nýrri hönnun fjarstýringar sem gæti breytt um hitastig eftir aðstæðum í tölvuleikjum.

Síðastliðinn mánuð hefur tæknirisinn Sony sótt um einkaleyfi á hinum ýmsu hlutum fyrir Playstation leikjatölvur sínar sem á að gera tölvuleikjaspilun skemmtilegri.

Þar á meðal eru einkaleyfi fyrir kerfi sem aldursgreinir efni sem aðgengilegt er spilurum með sýndarveruleikagleraugunum PS VR2, þetta er gert til þess að minnka líkurnar á því að börn sjái óviðeigandi efni.

Ný fjarstýring á leiðinni?

Nýjasta fjarstýring Playstation sem fylgir með Playstation 5 leikjatölvunum bíður upp á breytilega takka sem gerir það að verkum að þarf að ýta fastar á takkana í ákveðnum aðstæðum, eins og ef bíll er í stærri kantinum þarf að ýta fastar.

Þetta gerir spilunina raunverulegri og skemmtilegri. Framleiðandinn er ávallt að leita leiða til þess að bæta spilunina og gera fjarstýringarnar þægilegri og áhrifameiri.

Þetta nýja einkaleyfi sem Sony er að sækja um gæti gert það að verkum að fjarstýringin muni hitna ef leikmaður tekur upp heitan hlut í leik eða kólna þegar leikmaður er í snjó.

Þetta er gert mögulegt með nýrri tegund plasts, sem líkist geli, sem gæti hitnað og kólnað í takt við aðstæður.

Rafhlöðuending gæti þó spilað mikið inn í hvort þetta verði að veruleika og hvort þessi fjarstýring sé hugsuð fyrir Playstation 5 eða 6 er óljóst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert