Leikjum frestað vegna tæknilegra örðuleika

Rafíþróttamótið BLAST Premier World Final.
Rafíþróttamótið BLAST Premier World Final. Ljósmynd/HLTV

Nú stendur yfir ameríska umspilskeppnin fyrir stórmót í Counter-Strike. Keppnin hófst á miðvikudaginn og byrjuðu tæknivandamál um leið og mótið hófst.

Þessi vandamál urðu til þess að fyrstu leikirnir hófust ekki fyrr en um tveimur tímum eftir að mótið átti að byrja og urðu áhrifin af því gríðar mikil.

BLAST tók því þá ákvörðun að seinni umferðin sem átti að hefjast daginn eftir myndi færast til dagsins í dag og verður leikið fram eftir miðnætti í undankeppninni.

Þrátt fyrir að leikirnir hefðu geta verið leiknir í gær ákvað mótastjórn að gefa öllum færi á að finna út úr því hver vandamálin voru og hvernig væri hægt að laga og bæta það svo þetta myndi ekki gerast aftur.

Síðustu leikirnir í þessari umferð hefjast í nótt, aðfaranótt laugardags, klukkan 01.45. Leikið verður undir BO3 fyrirkomulaginu því gæti gerst að viðureignir næturinnar klárist ekki fyrr en um klukkan 04 í nótt. Í undankeppninni taka þátt lið frá Suður og Norður-Ameríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert