Keppir með lyklaborðið í kjöltunni

Leikmaðurinn Harris er með sérkennilegan stíl.
Leikmaðurinn Harris er með sérkennilegan stíl. Skjáskot/Dust

Til eru margar leiðir til þess að stilla upp lyklaborði þegar rafíþróttamenn keppa í sinni grein. Margir prófa sig áfram og finna hvernig þeir vilja hafa lyklaborðin en mjög margir þeirra setja lyklaborðið á ská svo fingurnir séu betur staðsettir á algengustu takkana sem leikurinn krefst af leikmönnunum.

Spilaði svona sem barn

Rafíþróttamaðurinn Walker „walker“ Harris, spilar fyrir liðið Yur og myndskeið af honum að keppa fyrir liðið vakti mikla athygli á dögunum en hann spilar með lyklaborðið í kjöltu sér.

Walker tjáði sig eftir leikinn og greindi frá því að hann hafi vanist því að spila svona þegar hann átti ekki skrifborð og vildi halda áfram að æfa sig þrátt fyrir það.

Hann spilaði þá með lyklaborðið í kjöltunni og músina hafði hann ofan á hátalara sem var á gólfinu.

Þegar hann fékk svo loksins skrifborðið sitt fannst honum óþægilegt að hafa lyklaborðið á borðinu og síðan þá hefur lyklaborðið fengið að vera á þessum sérkennilega stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert