Lofi-stelpan horfin af skjánum

Streymið hefur gengið síðan árið 2017.
Streymið hefur gengið síðan árið 2017. Skjáskot/LofiGirl

Síðan árið 2017 hefur streymi verið í gangi á YouTube þar sem stelpa þekkt sem „Lofi Girl“ hefur setið við skrifborð og sinnt heimavinnunni sinni og hlustað á tónlist.

Nú hefur streyminu verið hætt en þetta streymi og þekkja flestir stelpuna og bakgrunninn, sem og köttinn hennar sem situr í glugganum.

Lengsta streymi í sögunni

Endrum og sinnum hefur streymið dottið út en YouTube tók streymið niður fyrir nokkrum mánuðum þar sem lögin brutu á höfundarrétti. Á dögunum hefur streymið tekið breytingum en 10. apríl fór stúlkan frá borðinu og hefur ekki sést síðan.

Í síðustu viku birti YouTube-rásin stutt myndskeið sem sýnir stúlkuna og köttinn horfa með forvitnisaugum á blikkandi ljós og velta fyrir sér hvað sé í gangi.

Nú þegar greinin er skrifuð er skrifborðið horfið. Það sést inn í dimmt herbergi og skeiðklukka hangir á veggnum sem telur niður tímann. Búist er við því að stúlkan komi til baka er tíminn nær núllinu.

Alla jafna horfa hundruð þúsunda einstaklinga á streymið samtímis en Lofi Girl er með 12 milljónir fylgjenda á YouTube.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert