Tölvuleikjaspilarar láku hernaðarleyndarmálum

Gögnunum var deilt á Discord og fleiri samfélagsmiðlum.
Gögnunum var deilt á Discord og fleiri samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Hernaðarleyndarmálum um stríðið í Úkraínu og áform Bandaríkjanna um aðstoð var lekið án þess að neinn tæki eftir því.

Gögnunum var dreift á vinsæla tölvuleikja-samfélagsmiðlinn Discord, í samfélag Minecraft-spilara.

Á Discord-spjallrásinni um Minecraft koma spilarar saman og deila afrekum í leiknum og finna aðra spilara til þess að spila með sér. Gögnin hafa legið inni á Discord-spjallrásinni vikum saman án þess að vitað væri af því. 

Saklaus leikur

Leikurinn gengur út á að lifa af, safna hlutum, byggja, berjast við skrímsli og margt annað og því furða margir sig á því að Discord-rásin hjá þessum saklausu spilurum hafi verið valin.

Einn aðili deildi tíu viðkvæmum skjölum inn í spjallrásina þar sem komu fram upplýsingar hvernig Bandaríkin og NATO ætla að styðja við Úkraínu.

Fyrirtækið Bellingcat, sem sérhæfir sig í að staðfesta sögusagnir og athuga hvort sé farið með rétt mál segja tvær útgáfur skjalanna í dreifingu, annað sem segir rétt frá því hver staðan í stríðinu sé og annað sem er búið að eiga við og sýnir bjagaða mynd af því.

Samkvæmt heimildum er verið að vinna í því að eyða skjölunum úr dreifingu og bjarga því sem er hægt að bjarga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert