Besta skot í sögu leiksins?

Riffillinn AWP er kraftmikill en getur komið sér illa í …
Riffillinn AWP er kraftmikill en getur komið sér illa í sumum aðstæðum. Skjáskot/CSGO

Nokkrir spilarar leiksins Counter-Strike geta reynt að færa rök fyrir því að þeir eigi besta skot í sögunni en nýtt myndskeið sem sýnir spilara taka út alla andstæðingana í einu skoti verður að teljast eitt það besta í sögunni.

Counter-Strike-spilarinn „sp1cay“ var að spila kortið Inferno með vinum sínum þegar honum tókst það sem marga dreymir um, að taka út hitt liðið með einni kúlu.

Til þess notaði hann riffillinn AWP sem er kraftmesta vopn leiksins en það er áhætta að leika með það enda er spilari oft í vondum málum ef skotið geigar því þónokkurn tíma tekur að hlaða vopnið á ný.

Spilarinn setti myndskeið af skotinu á Reddit-síðu sína og spyr áhorfendur hvort þetta sé sjaldgæft, sem þetta vissulega er. Einn notandi Reddit skrifar í athugasemdunum að spilarinn sé eflaust einn af fáum í heiminum sem hefur tekist þetta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert