Dani skrifar undir í Bandaríkjunum

Refrezh lék áður með liðunum Heroic og Sprout.
Refrezh lék áður með liðunum Heroic og Sprout. Skjáskot/Sprout

Rafíþróttaliðið Evil Geniuses hefur samið við danska Counter-Strike spilarann Ismail „refrezh“ Ali og mun hann koma til með að spila með liðinu hér eftir.

Evil Geniuses hefur gengið illa undanfarið að ná góðum niðurstöðum í leikjum og mótum og því voru gerðar miklar breytingar á liðinu.

Evil Geniuses á höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og keppir liðið því í amerískum undankeppnum fyrir stórmót.

Refrezh er ekki eini Daninn í liðinu en þjálfari liðsins er einnig frá Danmörku, Daniel Vorborg.

Refrezh spilaði áður með liðunum Heroic og Sprout og kemur því inn í nýja liðið hokinn af reynslu og mun hún vonandi nýtast vel enda þarf liðið að treysta á góðar niðurstöður á komandi vikum ætli liðið sér að eiga gott keppnisár.

Næsta stórmót sem liðið keppir á er Intel Extreme Masters sem fer fram í Dallas í lok maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert