Ástbjört Viðja
Eftir harða baráttu í Kópavogi í gær fögnuðu nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi því að hafa unnið Framhaldsskólaleikana, FRÍS, þetta árið með glæsibrag.
Nemendur fögnuðu heldur betur þegar þeir hömpuðu bikarnum, sem áður var í höndum Tækniskólans. Bikarinn er farandsbikar og færist því á milli sigurvegara frá ári til árs.
Þegar úrslitin voru spiluð hömuðust nemendur í FSU og FVA af miklu kappi til þess að verða sér úti um þennan bikar. Úrslitin þóttu býsna spennandi en þess má geta að FVA áttu 2:1 sigur í bæði CS:GO og Rocket League.
Hægt var að fylgjast með fjörinu í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands en hér fyrir neðan má horfa á endursýningu af útsendingunni.