Sagt upp vegna óviðeigandi ummæla

Ummælin voru niðrandi og brutu gegn reglum fyrirtækisins.
Ummælin voru niðrandi og brutu gegn reglum fyrirtækisins. Skjáskot/Twitter

Streymarinn Thaqil sem spilar leikinn Rainbow Six Siege og er samningsbundinn Ubisoft hefur verið sagt upp og mun ekki koma til með að starfa með Ubisoft meira.

Ubisoft heldur úti teymi streymara sem fá greitt fyrir að spila og auglýsa Rainbow Sig Siege en Thaqil verður ekki hluti af hópnum eftir að hann kom með óviðeigandi og rasísk ummæli.

Thaqil á að hafa gert grín að og komið með niðrandi athugasemdir um einn spilanlegan leikmann í leiknum sem heitir „Castle“.

 Thaqil birti þrjú tiktok sem öll voru tileinkuð Castle.

Ubisoft voru fljótir að segja Thaqil upp og fjarlægði fyrirtækið einnig sérútbúin vopn sem hægt var að eignast í leiknum sem unnið var í samstarfi við Thaqil. Thaqil segir í viðtali að ummælin hafi ekki verið niðrandi heldur húmor og grín sem gekk of langt.

Í siðareglum Ubisoft segir þó á að öll niðrandi ummæli séu á móti reglum fyrirtækisins og því réttlætanlegt að segja honum upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert