Stal nafninu af bróður sínum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 8:23
Loaded: 1.98%
Stream Type LIVE
Remaining Time 8:23
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Bræðurn­ir Fann­ar Logi og Magnús Hinrik hafa skapað sér nafn inn­an rafíþrótta­heims­ins hér á landi með far­sæl­um ferli í tölvu­leikn­um Overwatch und­ir merkj­um At­geira en þeir eru nýj­ustu viðmæl­end­ur Settöpp-þátt­ar­ins á rafíþrótta­vef mbl.is.

Hér að ofan má horfa á þátt­inn í heild sinni og skoða aðstöðuna þeirra. Þar að auki má kynn­ast þeim ögn bet­ur, hverj­ir þess­ir menn eru sem hafa setið á toppn­um í sen­unni um nokk­urn tíma.

„Við höf­um bara einu sinni lent í þriðja sæti, það var þegar liðið var að klepera og óstöðugt vegna breyt­inga en síðan þá höf­um við verið í fyrsta og öðru sæti,“ seg­ir Fann­ar Logi, þjálf­ari At­geira og bæt­ir við að það hafi verið ómögu­legt að vinna Böðla á tíma­bili.

Vita ekki um bik­ar­inn

Þeir urðu Íslands­meist­ar­ar í Overwatch ný­lega, þegar þeir unnu úr­slita­leik­inn gegn NÚ í Al­menna bik­arn­um. Þeir fengu þó bik­ar­inn ekki af­hent­an og vita í raun ekki hvar hann er niður­kom­inn.

Bræðurn­ir eiga ein­stak­lega sterkt sam­band eins og sést í þætt­in­um og eru býsna nán­ir eins og sést í þætt­in­um en þeir byrjuðu að spila sam­an Overwatch árið 2016 í PlayStati­on 4 þegar Fann­ar ákvað að kaupa leik­inn vegna þess að Magnúsi langaði svo til þess að prófa hann.

Fann­ar er eldri og hef­ur staðið þétt við bakið á Magnúsi og seg­ir Magnús hann jafn­framt vera sinn helsta stuðnings­mann. Hvort sem stuðning­ur­inn ber­ist í spjall­glugg­an­um Twitch, á æf­ing­um eða heima fyr­ir.

„Hann var aðalstuðnings­maður­inn, alltaf í Twitch-spjall­inu eitt­hvað að röfla,“ sagði Magnús en í þætt­in­um kem­ur fram að raf­heiti Magnús­ar, avvi, hafi upp­runa­lega verið Fann­ars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka