Stórmótið Intel Extreme Masters hófst í morgun og mun standa yfir þar til 23. apríl þegar úrslitaleikurinn fer fram í íþróttahöllinni Jeunesse Arena. Mótið samanstendur af 16 liðum og byrjar á tvöfaldri útsláttarkeppni þar sem efstu sex liðin halda áfram í umspilið.
Þau lið sem vinna riðlana sína fara beint í undanúrslitin. Í umspilinu verða spilaðir leikir undir BO3 fyrirkomulaginu. Sigurliðið fær 100.000 dollara í verðlaun, eða tæpar 14 milljónir króna, sem og þáttökurétt á næsta stórmóti Intel sem fer fram í Köln í júlí.
Tvö lið eru líklegri en önnur til sigurs en það eru liðin FaZe sem situr í fyrsta sæti styrkleikalistans og svo Natus Vincere sem er nýkomið af góðu móti þar sem liðið virkaði ferskt og unnu alla sína leiki.
Stórmót fór fram í fyrsta sinn í Brasilíu í fyrra og kom á óvart hversu áhugasamir áhorfendurnir og nokkrir þeirra sem lentu í vandræðum. Mótshaldarinn þurfti að grípa til þeirra ráða að fjarlægja kort og staðsetningu leikmanna af útsendingarskjánum í höllinni þar sem aðdáendur létu leikmenn vita af andstæðingum með látum og köllum.