Flestir hlusta stundum á tónlist

Flestir hlusta stundum á tónlist þegar þeir spila tölvuleiki.
Flestir hlusta stundum á tónlist þegar þeir spila tölvuleiki. Ljósmyn/Unsplash/Aman Shrestha

Niðurstöður síðustu skoðanakönnunar rafíþróttavefsins sýna að flestir lesendur hlusti stundum á tónlist þegar þeir spila tölvuleiki, en stundum ekki.

Skoðanakönnun rafíþróttavefsins sem hefur verið virk að undanförnu sneri að tónlist og tölvuleikjaspilun. Það voru 32% lesenda sem svöruðu svo að þeir hlusti að sjálfsögðu á tónlist meðan 31,4% lesenda hlusta alls ekki á tónlist er þeir spila tölvuleiki.

Flestir ganga milliveginn

Þriðji og síðasti svarmöguleikinn fékk flest atkvæði og sögðu þá flestir, eða 36,7% lesenda, að þeir hlusti stundum og stundum ekki á tónlist. 

Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af niðurstöðunum en ný könnun er nú þegar farin í loftið.

Niðurstöður úr skoðanakönnun rafíþróttavefsins.
Niðurstöður úr skoðanakönnun rafíþróttavefsins. Skjáskot/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert