Nýr guð var kynntur til leiks í síðustu viku í tölvuleiknum Smite, leikmönnum til mikillar gleði þar sem eftirspurnin var mikil.
Nú geta leikmenn spilað sem Maya-guðinn, eða gyðjan, Ix Chel. Hún er gyðja tunglsins sem oft hefur verið tengd við lækningarmátt, dauða og fæðingu.
„Sem nýjasti Maya-guðinn, kemur Ix Chel með ferska en öfluga spilahætti inn í leikinn. Með töfrum tunglsins og lækningarmætti hennar verður hún að afli sem mun vekja athygli innan bardaga í leiknum,“ segir um hana á heimasíðu leiksins.
„Hún var oft bendluð við lyf og lækningar, sem tengist róandi tunglsjósinu hennar. Regnbogar voru sagðir slæmir fyrirboðar um eyðileggingu, í goðafræði Maya-fólksins, svo skaðahæfileikar hennar verða litríkir“
Ix Chel gerðist spilanleg fyrir um viku síðan og var uppfærð einum degi síðar, en nánar um hana má lesa með því að fylgja þessum hlekk.