Streymarinn Kai Cenat, sem á flesta áskrifendur af öllum á streymisveitunni Twitch, var á dögunum bannaður frá veitunni og þarf því að leita á ný mið. Fyrr á árinu sló Kai áskrifendametið á streymisveitunni en hann var sá fyrsti að ná 300.000 áskrifendum.
Hann hélt úti maraþon-streymi í febrúar þar sem hann fékk marga fylgjendur. Hann vann einnig til verðlauna og var nefndur streymari ársins 2023.
Bannið kemur í kjölfar þess að Kai Cenat var að streyma leiknum Grand Theft Auto og sýndi frá kynferðislegum athöfnum í leiknum fyrir framan alla áhorfendurnar. Þetta er beint brot á reglum Twitch en heimildir segja að bannið sé þó einungis tímabundið.
Twitch hefur ekki viljað tjá sig um þetta mál. Hins vegar gæti þetta verið gott tækifæri fyrir nýja streymisveitu að nafni Kick sem hefur verið að taka að sér þá streymara sem eru bannaðir frá Twitch.
Þetta er í þriðja sinn sem Kai Cenat er bannaður frá Twitch og eru allar líkur á því að þetta bann verði stutt eins og fyrri refsingar en hver veit.