Íslandsmeistarinn með 40 stiga forskot

Elko-merktu bifreiðinni ók Davíð Rúnar, Íslandsmeistari í hermikappakstri.
Elko-merktu bifreiðinni ók Davíð Rúnar, Íslandsmeistari í hermikappakstri. Grafík/GTS Iceland

Sjötta keppnisári GTS Iceland er nú lokið og liggja úrslit lokakeppninnar ásamt lokastöðu deildarinnar fyrir. Fyrsta sæti deildarinnar hampaði Davíð Rúnar Matthíasson og gerði hann það með glæsibrag.

Í tilkynningu frá Guðfinni Þorvaldssyni, mótastjóra sem er betur þekktur sem Guffi innnan samfélagsins, kemur fram að Davíð hafi hldur betur sannað sig í síðustu keppni deildarinnar.

Davíð vann ráspólinn og var með 3,5 sekúndna forskot á næsta mann ásamt því að hafa unnið kappaksturinn sjálfan með yfir 40 sekúndna mun. Hann heldur áfram að bæta sig en þetta var þriðji kappaksturinn í röð þar sem hann slær eigið tímamet.

Davíð Rúnar, Íslandsmeistari í hermikappakstri, ók fremstu bifreiðinni.
Davíð Rúnar, Íslandsmeistari í hermikappakstri, ók fremstu bifreiðinni. Grafík/GTS Iceland

Íslandsmeistari með 40 stiga forskot

Jökull Hrafnsson fylgir Davíð fast á eftir en hann hampaði öðru sæti vortímabilsins og var með 138 stig, aðeins sex stigum færri en Davíð. Kári Steinn var með 116 stig á vortímabilinu og náði þriðja sæti tímabilsins.

Aftur á móti endar Davíð, nýkrýndur Íslandsmeistari, keppnisárið sitt með 309 stig af 366 mögulegum. Hefur hann því 40 stiga forskot á Gunnar Ágústsson, sem náði öðru sæti deildarinnar þetta árið með 249 stig.

Óhætt er að segja að hann hafi heldur en ekki sannað sig er hann fór eftir djarfri kepppnisáætlun þar sem hann vann sig upp úr 14. sæti eftir klúður í tímatökum.

Kári Steinn endaði árið með 244 stig og situr í þriðja sæti deildarinnar, rétt á eftir Gunnari þar sem aðeins fjórum stigum munar á þeim tveimur.

Lokakeppnin sýnd á YouTube

Áhugasamir um hermikappakstur og íslensku senuna í Gran Turismo geta nálgast frekari upplýsingar á Facebook-hóp samfélagsins eða þá á heimasíðu GTS Iceland.

Hér fyrir neðan má horfa á endursýningu af lokakeppni Úrvalsdeildarinnar en með því að fylgja þessum hlekk er að hægt að nálgast nánari upplýsingar um úrslit og stöðu deilda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert