Pétur Guðmundsson heiðraður

Pétur Guðmundsson er fyrrum atvinnumaður í körfubolta.
Pétur Guðmundsson er fyrrum atvinnumaður í körfubolta. Skjáskot/Twitter

Fyrsti ís­lenski körfu­boltamaður­inn til þess að ganga til liðs við lið í NBA-deild­inni í Banda­ríkj­un­um, Pét­ur Karl Guðmunds­son, hef­ur fengið sér­stakt heiðurs­spil í tölvu­leikn­um NBA 2K23. Spil­ar­ar geta safnað spil­um í leikn­um og því betri spil sem þú átt, því betra er liðið þitt.

Pét­ur Guðmunds­son fékk á dög­un­um spil sem er talið eitt af bestu spil­um leiks­ins. Spilið er heiðurs­spil í leikn­um og er hluti af hóp spila sem heita „Elemental“-spil. Þau sam­an­standa af fyrr­um at­vinnu­mönn­um í leikn­um og gerð til að heiðra leik­menn­ina.

Fer­ill­inn

Pét­ur Karl Guðmunds­son fædd­ist árið 1958 og árið 1981 bauð hann sig fram í nýliðaval NBA og samdi í kjöl­farið við Port­land Trail Blazers. Árið 1992 gekk hann svo til liðs við Los Ang­eles Lakers og svo San Ant­onio Spurs. Pét­ur spilaði heilt tíma­bil með Los Ang­eles Lakers eft­ir að hafa staðið sig vel á 10-daga samn­ing sem hann fékk.

Á þessu tíma­bili skoraði hann að meðaltali 7,3 stig í leik og náði 4,8 frá­köst­um. Eft­ir tíma­bilið skrifaði Pét­ur und­ir tveggja ára samn­ing við Lakers en varð fyr­ir því áfalli að meiðast fyr­ir tíma­bilið og þurfti að fara í aðgerð. Þegar Pét­ur var enn að ná sér eft­ir meiðslin var hon­um skipt yfir til San Ant­onio Spurs þar sem hann spilaði eina 69 leiki og byrjaði í 9 af þeim. 

Pét­ur endaði fer­il­inn heima þar sem hann lék með Breiðablik.

Tölvu­leik­ur­inn NBA 2K23

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pét­ur fær spil í leikn­um en árið 2017 gaf NBA 2K út spil sem ekki marg­ir notuðu enda var það ekki talið nógu gott.

Nýja spilið virðist þó falla vel í kramið hjá spil­ur­um leiks­ins, spilið er ein­mitt það sem marga spil­ara vant­ar, stór leikmaður sem kost­ar ekki of mikið. Hann er því betri en marg­ir aðrir í sömu leik­stöðu.

Hann er með frá­bær kost­ur fyr­ir marga enda stærri en marg­ir aðrir leik­menn sem notaðir eru í leikn­um, hann er góður að skjóta þriggja stiga skot­um og auðvitað að hlaupa að körfu og klára sniðskot. Nokk­ur mynd­skeið hafa birst á Youtu­be þar sem spil­ar­ar fara yfir leik­mann­inn og kryfja töl­urn­ar niður og er gam­an að sjá góða um­fjöll­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka