Endurgerði húsin í Bikiníbotnum

Svampur Sveinsson og félagar.
Svampur Sveinsson og félagar. Ljósmynd/Wikipedia.org

Einn aðdá­andi teikni­myndaþátt­anna Svamp­ur Sveins­son tók upp á því að end­ur­gera hús­in úr þátt­un­um í tölvu­leikn­um Sims 4. Aðdá­and­inn deildi verk­um sín­um á Reddit-síðu Sims 4.

Spil­ar­ar leiks­ins kepp­ast við að búa til frum­leg­ar og skemmti­leg­ar út­færsl­ur á hinum ýmsu hús­um og verk­um og er leik­ur­inn full­kom­inn vett­vang­ur til þess að leyfa ímynd­un­ar­afl­inu að leika laus­um hala.

Hægt er að gera flest sem spil­ur­um dett­ur í hug að smíða og til dæm­is má nefna fjöld­an all­an af frum­leg­um eld­hús­hönn­un­um í hönn­un­ar­keppni mbl.is fyrr á ár­inu. 

Hönnuður hús­anna í Sims geng­ur und­ir not­end­a­nafn­inu SarahSweets­Sims og deildi hún mynd­um af þrem­ur hús­um á Reddit. Spil­ar­arn­um lang­ar að end­ur­gera fleiri hús í framtíðinni en heim­ili Svamps, Pét­urs og Sig­mars eru til sýn­is á Reddit-síðunni.

Marg­ir hafa beint at­hygli sinni að húsi Pét­urs, sem í þátt­un­um er bara steinn, en Sarah seg­ir að und­ir stein­in­um séu hús­gögn og allt eins og það eigi að vera, hún eigi til mynd­ir en þurfi að birta þær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert