Einn aðdáandi teiknimyndaþáttanna Svampur Sveinsson tók upp á því að endurgera húsin úr þáttunum í tölvuleiknum Sims 4. Aðdáandinn deildi verkum sínum á Reddit-síðu Sims 4.
Spilarar leiksins keppast við að búa til frumlegar og skemmtilegar útfærslur á hinum ýmsu húsum og verkum og er leikurinn fullkominn vettvangur til þess að leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala.
Hægt er að gera flest sem spilurum dettur í hug að smíða og til dæmis má nefna fjöldan allan af frumlegum eldhúshönnunum í hönnunarkeppni mbl.is fyrr á árinu.
Hönnuður húsanna í Sims gengur undir notendanafninu SarahSweetsSims og deildi hún myndum af þremur húsum á Reddit. Spilararnum langar að endurgera fleiri hús í framtíðinni en heimili Svamps, Péturs og Sigmars eru til sýnis á Reddit-síðunni.
Margir hafa beint athygli sinni að húsi Péturs, sem í þáttunum er bara steinn, en Sarah segir að undir steininum séu húsgögn og allt eins og það eigi að vera, hún eigi til myndir en þurfi að birta þær.