„Sveitti Skyrim-spilarinn Marín væri í sjokki!“

Marín Eydal, tölvuleikjapía er einnig þekkt sem Mjamix eða Gameveran …
Marín Eydal, tölvuleikjapía er einnig þekkt sem Mjamix eða Gameveran í GameTíví. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áhugi lands­manna á rafíþrótt­um, tölvu­leikj­um og strey­m­end­um held­ur áfram að vaxa og ber fer­ill Marín­ar Ey­dal, Gamever­unn­ar á Game­Tíví, aug­ljós merki um það.

Í síðustu viku flutti hún fyr­ir­lest­ur um rafíþrótt­ir og tölvu­leikj­a­streymi, nokkuð sem hana hefði ekki órað fyr­ir á síðasta ári þegar hún sjálf byrjaði að streyma und­ir raf­heit­inu Mjamix.

Farið um víðan völl 

Síðastliðinn miðviku­dag flutti hún fyr­ir­lest­ur um tölvu­leikj­a­streymi og rafíþrótt­ir fyr­ir nem­end­ur í Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti. Fór hún þá meðal ann­ars yfir atriði sem hún hefði sjálf viljað vita áður en hún byrjaði að streyma og sömu­leiðis var streym­is­búnaður rædd­ur.

„Við fór­um yfir smá sögu, streym­is­hug­búnað, gagna­grein­ingu, rafíþrótt­ir á Íslandi og margt fleira,“ seg­ir Marín í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að hún sé enn að læra nýja hluti og eigi margt eft­ir ólært.

„Þetta var al­veg ynd­is­leg­ur hóp­ur sem tók á móti mér með fullt af pæl­ing­um og skemmti­leg­um spurn­ing­um.“

Marín Eydal, tölvuleikjapía er einnig þekkt sem Mjamix eða Gameveran …
Marín Ey­dal, tölvu­leikjapía er einnig þekkt sem Mjamix eða Gamever­an í Game­Tíví. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Byrjaði að rúlla í janú­ar

Marín byrjaði að streyma í janú­ar á síðasta ári og má segja að bolt­inn hafi byrjað að rúlla þaðan.

Síðan þá hef­ur hún verið í ýms­um hlut­verk­um inn­an tölvu­leikja­sam­fé­lags­ins og í rafíþrótta­heim­in­um en hún hef­ur t.d. komið að skipu­lagn­ingu tölvu­leikjaviðburða, lýst leikj­um og flyt­ur nú fyr­ir­lestra um henn­ar helsta áhuga­mál ásamt því að vera með sinn eig­in þátt á Game­Tíví.

„Sveitti Skyrim­spil­ar­inn Marín fyr­ir tíu árum væri í sjokki!“

„Það er ótrú­lega gef­andi að vera hluti af tölvu­leikja­sam­fé­lag­inu á Íslandi og fá að blaðra um vinn­una á bak við tjöld­in, en enn þá meira gam­an að finna fyr­ir áhuga fólks.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert