Fjölga kvennaliðum í úrslitunum í Rúmeníu

Pólska kvennaliðið NaVi áttu glæstan sigur á kvennamóti alþjóðlega rafíþróttasambandsins …
Pólska kvennaliðið NaVi áttu glæstan sigur á kvennamóti alþjóðlega rafíþróttasambandsins gegn Argentínu á síðasta ári. Ljósmynd/IESF

Alþjóðlega rafíþróttasambandið, IESF, hafa nú tilkynnt um stækkun kvennamótsins í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive, sem fer fram á heimsmeistaramóti rafíþrótta í Rúmeníu í haust.

Heimsmeistaramótið fer fram frá 24. ágúst fram til 4. september í Iasi í Rúmeníu og verður keppt í mörgum leikjum. Má þar nefna leiki á borð við CS:GO, FIFA, Rocket League, LoL, DOTA 2 og fleiri.

Ákveðið var að stækka kvennamótið í CS:GO með því að fjölga liðum í úrslitum um sex lið. Þá verða tíu lið í úrslitum í stað fjögurra, eins og greint var frá í upphafi. Kvennamótið fer fram samhliða almenna heimsmeistaramótinu í CS:GO, en það hefur ekki að gera með kyn.

Kvennamótið í CS:GO á heimsmeistaramóti alþjóða rafíþróttasambandsins verður stærra með …
Kvennamótið í CS:GO á heimsmeistaramóti alþjóða rafíþróttasambandsins verður stærra með fjölgun liða í úrslitum. Grafík/IESF

Sögulegt atvik fyrir konur

Í tilkynningu segir að kvennamótið í CS:GO á síðasta ári hafi verið sögulegt atvik og stórt skref fyrir kvenmenn í átt að aukinni þátttöku í rafíþróttum. Er það m.a. vegna þess að kynning mótsins dró að sér stóran hóp áhorfenda.

„IESF hefur það að markmiði að upphefja og efla kvenkyns tölvuleikjaspilara í öllum keppnum, og kvennamótið í CS:GO skapar rými fyrir fleiri af heimsins bestu kvennaliðum til þess að keppa á hæsta stigi,“ segir í tilkynningu.

Forstjóri IESF, Vlad Marinescu segir þetta endurspegla árangurinn sem náðst hefur í sambandi við að gera rafíþróttir aðgengilegri fyrir alla. 

„Við getum ekki beðið eftir því að sjá hvað þessi ótrúlegu lið munu færa keppninni í ár. IESF trúir eindregið á að fjarlægja hindranir til þess að komast að kvenkyns tölvuleikjaspilurum, og veita þeim fleiri tækifæri til þess að skína á heimsins stærsta sviði,“ segir Vlad Marinescu.

Stolt af því að taka forystuna

Markaðsstjórinn Ana Karakolevska er einnig full eftirvæntingar en hún segist ekki geta beðið eftir því að fylgjast með tíu bestu CS:GO-kvennaliðum berjast innan leiks í Rúmeníu og er jafnframt full stolts.

„Ég er stolt af IESF fyrir að taka forystuna í því að gera rafíþróttir aðgengilegri fyrir alla. Við höfum tekið örum framförum á aðeins örfáum árum og IESF vonast til að halda áfram að gefa tækifæri á að stuðla að jafnrétti kynjanna í alþjóða rafíþróttafjölskyldunni og víðar,“ segir Ana Karakolevska.

Fylkir sem flaggskip íslenskra kvenna

Undankeppnir fyrir kvennamótið fara fram í maí og júní þar sem tíu bestu kvennaliðin í CS:GO halda áfram og keppa í úrslitunum í lok ágúst.

Fyrir hönd Íslands í undankeppninni spila leikmenn Fylkis en þær hafa nú þegar spilað tvo æfingaleiki við önnur lönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert