Nýr lukkukassi lítur dagsins ljós

Nýju vopnin sem í boði eru.
Nýju vopnin sem í boði eru. Skjáskot/CS

Nítján ný vopn eru í nýjum lukkukassa í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive. Ný uppfærsla fór í loftið í gær þar sem nýi kassinn leit dagsins ljós en hann hefur þá sérstöðu að ekki þarf að kaupa lykil að kassanum heldur opnast hann um leið og leikmaður vill opna hann.

Kassinn kostar að auki minna en aðrir lukkukassar en venjulega þarf að kaupa kassann sjálfan og svo lykilinn fyrir að minnsta kosti 300 krónur. 

Dýrasta vopnið og sjaldgæfasta í kassanum kallast „Eye of Horus“ sem er hönnun á vopninu M4A4. Vopnið kostar 1.305 dollara eða tæpar 180 þúsund krónur.

Ef framleiðandi Counter-Strike, Valve, kýs að fara þá leið að gera lukkukassana aðgengilega án þess að þurfa kaupa lykil er spurning hvernig markaðirnir taka við sér þar sem þessi nýi kassi verður alltaf ódýrari en þeir sem þarf lykil til þess að opna. 

Vopnamarkaður leiksins er gríðarlega stór og margir safnarar gera allt til þess að fá ný og verðmæt vopn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert