Fyrstur að safna milljón vinnur

Ný uppfærsla Warzone kemur út í dag.
Ný uppfærsla Warzone kemur út í dag. Skjáskot/CallofDuty

Tölvu­leik­ur­inn Call of Duty: Warzo­ne 2 fær nýja upp­færslu í dag þar sem gam­all leik­ham­ur (e. gamemode) sem var gríðarlega vin­sæll í fyrsta Warzo­ne leikn­um kem­ur til baka.

Leik­ham­ur­inn ber nafnið Plund­er og voru marg­ir aðdá­end­ur von­svikn­ir þegar Warzo­ne 2 kom út að ekki var leng­ur hægt að spila Plund­er. Nú er hins­veg­ar komið að því að hægt verður að spila leik­ham­inn á ný sam­kvæmt Twitter-færslu frá Call of Duty. 

Hvernig virk­ar Plund­er?

Plund­er geng­ur út á það að reyna safna sem mest­um pen­ing. Lið keppa í 30 mín­útna leikj­um og fyrsta liðið til þess að safna millj­ón doll­ur­um í leikn­um vinn­ur.

Þú get­ur opnað kassa, klárað verk­efni eða tekið út önn­ur lið til þess að reyna safna sem mest­um pen­ing. Leik­ham­ur­inn var gríðarlega vin­sæll vegna þess að spil­ari get­ur komið inn í leik­inn, aft­ur og aft­ur, en byrj­ar þá með eng­an pen­ing í hvert skipti sem hann fær nýtt líf. 

Call of Duty: Warzo­ne 2 hef­ur fengið ágæt­ar viðtök­ur og marg­ir spil­ar­ar sem foru fegn­ir þegar Warzo­ne 1 rann sitt skeið enda mikið af vill­um í leikn­um og marg­ir sem áttu erfitt með að spila vegna þeirra. Warzo­ne 2 hef­ur fengið sinn skerf gagn­rýni vegna óút­reikn­an­legra galla sem spil­ar­ar verða fyr­ir en fram­leiðend­urn­ir eru oft fljót­ir að laga gall­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert