Fyrstur að safna milljón vinnur

Ný uppfærsla Warzone kemur út í dag.
Ný uppfærsla Warzone kemur út í dag. Skjáskot/CallofDuty

Tölvuleikurinn Call of Duty: Warzone 2 fær nýja uppfærslu í dag þar sem gamall leikhamur (e. gamemode) sem var gríðarlega vinsæll í fyrsta Warzone leiknum kemur til baka.

Leikhamurinn ber nafnið Plunder og voru margir aðdáendur vonsviknir þegar Warzone 2 kom út að ekki var lengur hægt að spila Plunder. Nú er hinsvegar komið að því að hægt verður að spila leikhaminn á ný samkvæmt Twitter-færslu frá Call of Duty. 

Hvernig virkar Plunder?

Plunder gengur út á það að reyna safna sem mestum pening. Lið keppa í 30 mínútna leikjum og fyrsta liðið til þess að safna milljón dollurum í leiknum vinnur.

Þú getur opnað kassa, klárað verkefni eða tekið út önnur lið til þess að reyna safna sem mestum pening. Leikhamurinn var gríðarlega vinsæll vegna þess að spilari getur komið inn í leikinn, aftur og aftur, en byrjar þá með engan pening í hvert skipti sem hann fær nýtt líf. 

Call of Duty: Warzone 2 hefur fengið ágætar viðtökur og margir spilarar sem foru fegnir þegar Warzone 1 rann sitt skeið enda mikið af villum í leiknum og margir sem áttu erfitt með að spila vegna þeirra. Warzone 2 hefur fengið sinn skerf gagnrýni vegna óútreiknanlegra galla sem spilarar verða fyrir en framleiðendurnir eru oft fljótir að laga gallana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka