Hvað er nýtt í stjörnustríðinu?

Leikurinn kemur út í vikunni.
Leikurinn kemur út í vikunni. Skjáskot/EASports

Eftir nokkur ár af bið er loks komið að því að nýr leikur Star Wars líti dagsins ljós. Leikurinn Star Wars Jedi: Survivor kemur út í lok mánaðar og bíða margir spenntir eftir leiknum þar sem forveri hans, Fallen Order, fékk frábæra dóma á sínum tíma. 

Framleiðendur leiksins, Respawn Entertainment, segist ætla gera allt sem þeir geta til þess að valda spilurum ekki vonbrigðum. Ný stikla sýnir margar nýjungar í leiknum sem munu gera spilunina skemmtilegri og betri, og gefur spilara betri stjórn yfir leikmanni sínum, hvernig hann ferðast og berst. 

Ný sverðatækni

Einn hornsteinn leiksins eru geislasverðin. Bardagarnir í nýja leiknum verða endurbættir og með góðri æfingu getur spilari orðið mjög góður í sverðabardaga. Í Fallen Order voru tvær mismunandi leiðir til þess að berjast með geislasverði en í nýja leiknum eru fimm mismunandi leiðir. 

Nýir ferðamöguleikar

Framleiðandinn hefur skapað fallegan heim sem spilari getur ferðast um en það getur orðið þreytandi að þurfa að hlaupa út um allt, þar sem heimurinn er stór og mikill. Því verður hægt að temja dýr og fá dýrið til þess að fljúga með spilara milli staða. Einnig verður hægt að hraðferðast (e. fast travel), sem var ekki í fyrri leiknum. 

Nýtt útlit

Hægt verður að breyta leikmanninum sínum og bæta hann sem um munar í leiknum, skipta um föt, skipta um stíl af hári og breyta skegginu og verður hægt að kaupa föt og annað í sérstakri vefverslun í leiknum. 

Star Wars Jedi: Survivor kemur út 28. apríl fyrir borðtölvur, Playstation 5 og Xbox tölvur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert